Þetta er tilraunagervihnöttur sem var skotið á loft 1974. Hann „týndist“ á áttunda áratugnum en fannst aftur en týndist síðan aftur á tíunda áratugnum og fannst ekki fyrr en nýlega, eftir að hafa svifið um geiminn í 25 ár.
Gervihnötturinn var aðeins 66 cm í þvermál þegar honum var skotið á loft en hann átti að þenjast út í geimnum og vera notaður við kvarðanir á viðkvæmum mælitækjum. En þetta gekk ekki upp og á níundar áratugnum hvarf hann sjónum en í apríl fannst hann loksins aftur að sögn Space.com.