Átta manns létust og margir slösuðust þegar Bryan ók bifreið sinni á rútu sem var full af verkamönnum. Ökumaður rútunnar missti stjórn á henni í kjölfarið með þeim afleiðingum að henni var ekið á tré áður en hún valt.
Bryan var undir áhrifum þegar slysið varð og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp. Ekki kemur fram hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja.
Bryan þessi hefur áður hlotið dóm fyrir akstur án ökuréttinda og fyrir að yfirgefa vettvang umferðaróhapps. Þá hefur hann einnig komst í kast við lögin vegna fíkniefnabrots.
Alls voru 40 manns fluttir á sjúkrahús eftir slysið, þar af voru átta alvarlega slasaðir og er óttast að tala látinna eftir slysið muni hækka. Flestir þeirra sem voru í rútunni voru spænskumælandi farandverkamenn með tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum.