Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta sé gert til að takast á við drukkna ferðamenn. Sala áfengis er nú algjörlega bönnuð í Llucmajor, Palma og Magaluf á Mallorca og San Antonio á Ibiza.
Talsmenn margra fyrirtækja gagnrýna bannið og segja að þetta muni aðeins verða til þess að ferðamenn færi sig um set og fari til nálægra svæða sem bannið nær ekki til.
Sektir við brotum á nýju reglunum geta verið á bilinu 750 til 1.500 evrur. Ef brot telst mjög alvarlegt, getur sektin verið á bilinu 1.500 til 3.000 evrur.