fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Pressan
Laugardaginn 11. maí 2024 16:30

Þau virðast nú sofa vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þurfa karlar að sofa meira en konur? Eða þurfa konur kannski að sofa meira en karlar? Þetta er heit umræða sem hefur staðið yfir á samfélagsmiðlum að undanförnu og eru skoðanir skiptar um þetta.

B.T. skoðaði málið og ræddi við sérfræðinga á þessu sviði. Þeirra á meðal var Birgitte Rahbæk Kornum, sem vinnur við svefnrannsóknir. Hún sagði að vitað sé að konur virðast sofa aðeins meira en það sé hins vegar góð spurning hvort það sé af því að þær þurfi meiri svefn.

Hún sagði að enn hafi engin rannsókn verið gerð á því hvort munur sé á svefnþörf kynjanna.

Hins vegar hafi niðurstöður rannsóknar frá 2021 verið að konur sofi aðeins meira en karlar. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að konur fá betri svefn en karlar en það er samt sem áður ekki það sem þær upplifa.

Í rannsókninni voru um 250.000 manns spurð út í svefntíma. Svör kvennanna sýndu að upplifun þeirra var að þær sváfu aðeins skemur en karlarnir. „Við vitum frá öðrum rannsóknum að fólk á almennt erfitt með að leggja mat á hversu lengi það sefur,“ sagði Kornum.

Það er því ekki hægt að slá því föstu hvort kynið hefur þörf fyrir meiri svefn, ef það er þá munur þar á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi