Vísindamenn notuðust við höfuðkúpu konunnar en hún brotnaði í örsmáa bita fyrir 75.000 árum. Þeim tókst að púsla henni saman og þannig tókst þeim að endurgera andlit konunnar.
Fornleifafræðingum tókst að púsla höfuðkúpunni saman og notaðu síðan þrívíddartækni og skann af yfirborði hennar til að endurgera andlitið.
Konan hefur verið nefnd Shanidar Z en höfuðkúpan fannst í Shanidar hellinum í kúrdíska hluta Írak árið 2018.
Hægt er að fræðast nánar um þetta í heimildarmyndinni „Secrets of the Neanderthals“ sem er aðgengileg á Netflix.
Í tilkynningu frá vísindamönnunum er haft eftir Emma Pomeroy, steingervingafræðingi við Cambridge háskóla, að andlit Neanderdalsmanna og nútímamanna séu mjög ólík. Höfuðkúpur Neanderdalsmanna séu með stórar og þykkar augabrúnir og litlar kinnar og með framstætt miðandlit sem geri að verkum að nefið sé veglegt.
Neanderdalsmenn eru nánustu ættingjar nútímamannsins. Þeir voru upp í Evrasíu frá því fyrir um 400.000 árum þar til þeir dóu út fyrir um 40.000 árum. Talið er að tegundirnar tvær hafi blandast fyrir um 250.000 árum og er erfðaefni Neanderdalsmanna að finna í sumum nútímamönnum.