Heather játaði á sig morð gegn því að saksóknarar féllu frá kröfu um dauðarefsingu. Var hún hún dæmd í þrefalt lífstíðarfangelsi og 380 til 760 ára fangelsi fyrir tilraunir til manndráps.
Heather var ákærð fyrir að gefa að minnsta kosti 22 sjúklingum og fimm heilbrigðisstofnunum í Pennsylvaníu vísvitandi of stóran skammt af insúlíni, jafnvel þó þeir þyrftu ekkert á því að halda og væru ekki haldnir sykursýki. Þetta gerði Heather oftast þegar hún var á næturvöktum og mönnun starfsfólks í lágmarki.
Þeir sautján sem létust voru á aldrinum 43 til 104 ára.
Í dómsskjölum sem bandarískir fjölmiðlar vitna til kom ýmislegt athugavert í ljós þegar lögregla fór að rannsaka hin dularfullu dauðsföll. Vörpuðu smáskilaboð sem Heather hafði sent frá sér ljósi á fyrirlitningu hennar í garð sjúklinga og samstarfsfólks síns og í þeim lýsti hún vilja sínum á að skaða aðra. Þá hafði hún áður hlotið áminningu fyrir slæma framkomu í garð sjúklinga og/eða samstarfsfólks.