fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Pressan
Laugardaginn 4. maí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heather Pressdee, 41 árs bandarískur hjúkrunarfræðingur, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að dauða sautján sjúklinga á árunum 2020 til 2023.

Heather játaði á sig morð gegn því að saksóknarar féllu frá kröfu um dauðarefsingu. Var hún hún dæmd í þrefalt lífstíðarfangelsi og 380 til 760 ára fangelsi fyrir tilraunir til manndráps.

Heather var ákærð fyrir að gefa að minnsta kosti 22 sjúklingum og fimm heilbrigðisstofnunum í Pennsylvaníu vísvitandi of stóran skammt af insúlíni, jafnvel þó þeir þyrftu ekkert á því að halda og væru ekki haldnir sykursýki. Þetta gerði Heather oftast þegar hún var á næturvöktum og mönnun starfsfólks í lágmarki.

Þeir sautján sem létust voru á aldrinum 43 til 104 ára.

Í dómsskjölum sem bandarískir fjölmiðlar vitna til kom ýmislegt athugavert í ljós þegar lögregla fór að rannsaka hin dularfullu dauðsföll. Vörpuðu smáskilaboð sem Heather hafði sent frá sér ljósi á fyrirlitningu hennar í garð sjúklinga og samstarfsfólks síns og í þeim lýsti hún vilja sínum á að skaða aðra. Þá hafði hún áður hlotið áminningu fyrir slæma framkomu í garð sjúklinga og/eða samstarfsfólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu