fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Pressan
Fimmtudaginn 2. maí 2024 04:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þurfum að njóta kynlífs. Ég held að hluti af vandamálinu sé að ungt fólk stundar ekki nógu mikið kynlíf svo það fer að leita að fölskum ógnum og vinsælasta ógnin í gegnum tíðina er gyðingaandúð.“

Þetta sagði Scott Galloway, prófessor við NYU, í þættinum „Real Time“, sem Bill Maher stýrir, á föstudaginn. Hann mætti í þáttinn ásamt Don Lemon, fyrrum þáttastjórnanda hjá CNN.

Ummæli Galloway má rekja til mikilla mótmæla við nokkra af virtustu háskólum Bandaríkjanna að undanförnu en þar hefur stríðinu á Gaza verið mótmælt og virðist aukin harka vera að færast í mótmælin.

Galloway sagði að háskólasvæðin minni sífellt meira á Þýskaland nasista.

Hann sagði að bandarískt samfélag myndi ekki lifa það af ef fólk getur ekki flykt sér að baki góðs málstaðar en bætti við að margt það sem hann sér nú, minni hann á fyrstu ár Hitlers á vettvangi stjórnmálanna.

„Það er auðvelt að gera grín að þessum krökkum, en sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig og svona byrjar það. Á fjórða áratugnum var Þýskaland framsækið samfélag, blómlegt samfélag samkynhneigðra, frábærir háskólar. En þetta hófst þannig að það komst í tísku að vera í brúnni skyrtu og gera grín að nemendum við Vínarháskóla. Í hreinskilni sagt, þá eru það mér mikil vonbrigði að gyðingar mótmæli ekki,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad