Þetta sagði Scott Galloway, prófessor við NYU, í þættinum „Real Time“, sem Bill Maher stýrir, á föstudaginn. Hann mætti í þáttinn ásamt Don Lemon, fyrrum þáttastjórnanda hjá CNN.
Ummæli Galloway má rekja til mikilla mótmæla við nokkra af virtustu háskólum Bandaríkjanna að undanförnu en þar hefur stríðinu á Gaza verið mótmælt og virðist aukin harka vera að færast í mótmælin.
Galloway sagði að háskólasvæðin minni sífellt meira á Þýskaland nasista.
Hann sagði að bandarískt samfélag myndi ekki lifa það af ef fólk getur ekki flykt sér að baki góðs málstaðar en bætti við að margt það sem hann sér nú, minni hann á fyrstu ár Hitlers á vettvangi stjórnmálanna.
„Það er auðvelt að gera grín að þessum krökkum, en sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig og svona byrjar það. Á fjórða áratugnum var Þýskaland framsækið samfélag, blómlegt samfélag samkynhneigðra, frábærir háskólar. En þetta hófst þannig að það komst í tísku að vera í brúnni skyrtu og gera grín að nemendum við Vínarháskóla. Í hreinskilni sagt, þá eru það mér mikil vonbrigði að gyðingar mótmæli ekki,“ sagði hann.