fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Pressan
Fimmtudaginn 2. maí 2024 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Johan Rönnby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1923 lést danski auðmaðurinn Lars Emils Bruun. Óvenjuleg erfðaskrá hans gerði að verkum að afkomendur hans eru núna fyrst að fá aðgang að auðæfum hans og þau eru nú ansi mikil.

Bruun lést 21. nóvember 1923. Í erfðaskrá hans var kveðið á um að glæsilegt myntsafn hans skyldi vera í umsjón danska seðlabankans næstu 100 ári. Átti það að vera einhverskonar trygging fyrir mynt- og orðusafn landsins. Það er að segja, ef því yrði stolið eða myndi eyðileggjast þá átti safnið hans að koma í staðinn.

Í þessi 100 ár hafa áhugasamir getað skoðað safnið hans í seðlabankanum en í nóvember á síðasta ári voru þessi 100 ár liðin og því var komið að lokum vörslutíma seðlabankans á safninu.

Bloomberg segir að nú verði safnið boðið upp í Bandaríkjunum. Áætlað verðmæti þess er sem svarar til um 10 milljarða íslenskra króna en það er upphæðin sem safnið er tryggt fyrir.

Það er uppboðshúsið Stack´s Bowers, sem sérhæfir sig í sölu sjaldgæfra mynta, sem sér um uppboðið. Safnið verður selt í mörgum hlutum og verður fyrsti hlutinn boðinn upp í haust.

Talsmenn uppboðshússins segja safnið „verðmætasta myntsafnið sem nokkru sinni hefur komið á markaðinn“.

Bruun safnaði meðal annars mynt frá víkingatímanum á Bretlandseyjum og hann skráði Danmerkursöguna með mynt frá tíundu, elleftu og tólftu öld svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi