fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Pressan
Miðvikudaginn 1. maí 2024 21:30

Skjáskot úr myndbandinu hræðilega

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana standa yfir réttarhöld í New Jersey-fylki gegn Christopher Gregor, 31 árs gömlum föður, sem er grunaður um að hafa myrt sex ára son inn, Corey Micciolo, árið 2021.

Saksóknari málsins lagði fram myndband sem sýndi fram á það hryllilega ofbeldi sem drengurinn ungi var beittur. Í myndbandinu, sem New York Post birti, má sjá feðgana koma inn í líkamsræktarstöð og var drengurinn þegar látinn á hlaupabretti sem var stillt á mikinn hraða. Var markmið Gregor að láta son sinn brenna fitu en í átakanlegu myndbandinu má sjá hann auka hraða hlaupabrettisins og stilla á meiri halla. Að endingu missir Corey litli fótanna og dettur af brettinu en þá er hann þegar í stað dreginn á fætur af föður sínum og neyddur til þess að halda áfram hlaupunum.

Þá má sjá Gregor, að því er virðist, bíta son sinn í hausinn meðan hann er á hlaupabrettinu.

Corey litli var beittur hryllilegu ofbeldi

Móðir drengsins, Bre Micciolo, bar vitni fyrir rétti. Var hún eðli málsins samkvæmt gjörsamlega niðurbrotin eftir að hafa horft á ofbeldið sem sonur hennar var beittur af hendi föður síns en myndbandið er eitt helsta sönnunargagn saksóknara.

Degi eftir að myndbandið var tekið upp, í apríl 2021, lést Corey litli af völdum margskonar duldra áverka sem faðir hans er talinn bera ábyrgð á. Hann var þó ekki handtekinn, vegna gruns um að hafa beitt drenginn ofbeldi fyrr en tveimur mánuðum eftir dauða drengsins. Var kæra gegn honum formlega gefin út í mars 2022, tæpu ári eftir dauða Corey litla.

Saksóknari fer fram á lífstíðardóm yfir Gregor. Áður hafði faðirinn ofbeldisfulli hafnað tilboði yfirvalda um að játa á sig morðið og samþykkja 30 ára fangelsisdóm fyrir ódæðið.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum