Lögreglan skýrði frá þessu á samfélagsmiðlinum X.
Maðurinn var handtekinn í lok nóvember en brotin áttu sér stað frá því í lok október og fram að handtökunni en rétt fyrir hana kastaði maðurinn sýru að stúlkunum og konunum. Sýran gerði gat á föt þeirra og tvær fengu sýru á húðina en sluppu nokkurn veginn ómeiddar.
Maðurinn játaði sök þegar gæsluvarðhaldskrafa var tekin fyrir hjá dómara en hann neitaði að hafa beitt stúlkurnar og konurnar grófu ofbeldi.