fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 26. apríl 2024 14:45

Rex Heuermann er grunaður um hræðilega glæpi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arkitektinn Rex Heuermann hefur verið ákærður fyrir morð í málum fjögurra kvenna sem fundust látnar við Gilgo-ströndina á Long Island á árunum 2010-2011. Alls fundust líkamsleifar 11 einstaklinga á þessum slóðum og nú í vikunni varð ljóst að rannsókn lögreglu er hvergi nær lokið.

Lögregla blés til víðtækra aðgerða á miðvikudag í Manorville, New York.  Til að setja þessar aðgerðir í samhengi er rétt að rifja upp tengsl Manorville og Gilgo-morðanna. Eftir að líkin 11 fundust á Gilgo-ströndinni vaknaði strax grunur um að þar hefði raðmorðingi verið á ferðinni. Það flækti þó rannsókn málsins að ekki var um sambærilegar verknaðaraðferðir að ræða í öllum tilvikum.

Fundust þar lík fjögurra kvenna sem höfðu verið bundnar og þær svo myrtar með því að þrengja að öndunarvegi þeirra. Konurnar voru allar naktar og hafði verið komið fyrir skammt hver frá annarri og almennt þóttu líkindi milli andlátanna sem og milli fórnarlambanna sjálfra, sem allt voru ungar konur sem störfuðu við vændi, of sláandi til að hægt væri að álykta að um tilviljun væri að ræða.

Slátrarinn í Manorville

Hvað hin líkin varðar þá hafði þeim verið banað með öðrum hætti. Flest fórnarlömbin voru eftir sem áður ungar konur sem eru taldar hafa lagt stund á vændi. Þó fannst eins eitt barn og ungur asískur karlmaður. Grunur leikur þó á að karlmaðurinn hafi í reynd verið trans kona en lögregla hefur ekki staðfest þann grun formlega. Af þeim sjö morðum sem Heuermann hefur ekki verið ákærður fyrir þóttu sláandi líkindi með tveimur þeirra. Um var að ræða ungar konur sem störfuðu við vændi en lík þeirra voru hlutuð niður og fundust annars vegar við Gilgo-ströndina, og hins vegar í Manorville, en í fjölmiðlum var hinn óþekkti raðmorðingi kallaður „Slátrarinn í Manorville“

Gutlarar í morðrannsóknum töldu í raun ómögulegt að um tilviljun væri að ræða. Hér hlyti sami morðingi hafa verið að verki en sá hafi skipt um verknaðaraðferð á einhverjum tíma, mögulega sökum hækkandi aldurs eða breyttum aðstæðum sem buðu ekki lengur upp á sama subbuskapinn við ódæðin. Engu að síður hefur lögregla haft vaðið fyrir neðan sig og aðeins kært Heuermann fyrir morðin fjögur sem mest líkindi voru með og best gekk að tengja við arkitektinn með rafrænum og erfðafræðilegum gögnum.

Leit fór á miðvikudag fram í skóglendi við Manorville, Long Island. Þar var fjölmennt lið lögreglu á vettvangi ásamt líkleitarhundum. Héraðssaksóknarinn Ray Tierney, sem fer með saksókn í máli ákæruvaldsins gegn Heuermann, hélt fast að sér spilunum í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar og sagði það eitt að um væri að ræða aðgerðir vegna virkrar rannsóknar lögreglu og að frekari upplýsingar yrðu gefnar þegar og ef slíkt væri við hæfi.

Jessica Taylor er ein þeirra látnu sem fannst að hluta til á Gilgo-ströndinni í mars 2011. Búkur hennar fannst í Manorville árið 2003, en höfuðkúpa hennar, hendur og annar framhandleggurinn fundust við Gilgo-ströndina. Jessica var tvítug þegar hún hvarf og starfaði við vændi. Svo er það Valerie Mack sem var 24 ára fylgdarstúlka. Höfuð hennar, hendur og hægri fótur fundust við Gilgo-ströndina nokkrum kílómetrum frá Jessicu, en áður hafði búkurhennar fundist í Manorville árið 2000.

Íbúar slegnir

Eftir standa þó Karen Vergata, hverrar höfuðkúpa fannst við Gilgo-ströndina en 15 árum áður fundust fætur hennar á Fire Island. Síðan eru það ung kona sem ekki hefur tekist að bera kennsl á og 2ja ára dóttir hennar. Búkur móðurinnar fannst í Hampstead Lake almenningsgarðinum árið 1997. Síðan var það asískur karlmaður sem mögulega var trans kona sem starfað við vændi og loks Shannan Gilbert, 24 ára kona sem starfaði við vændi en hvarf sporlaust eftir að hafa hringt í neyðarlínu og greint frá því að einhver væri að reyna að myrða hana. Það var leitin að Gilbert sem varð til þess að öll líkin fundust, en lögregla telur þó að Gilbert sjálf hafi látist af slysförum, nokkuð sem fjölskylda hennar hefur harðlega mótmælt. Fjölskylda Gilbert hefur krafist þess að Heuermann verði ákærður fyrir að myrða Gilbert. Ekki geti um tilviljun verið að ræða að Gilbert hafi fundist við Gilgo-ströndina.

Íbúar í Manorville eru slegnir eftir aðgerðir lögreglu í vikunni. Telja þau ljóst að hér sé um mál ákæruvaldsins gegn Heuermann að ræða.  Rúmlega 20 ár séu síðan líkamsleifar Jessicu og Valerie fundust í Manorville og allan þann tíma hefur íbúum þótt erfitt að morðin séu óupplýst og óttast Slátrarann í Manorville.

„Kannski steig uppljóstrari fram og sagði þeim eitthvað sem máli skiptir, öllum þessum árum síðar. Þetta gæti tengst einhverju sem fannst á heimili hans. Einhverju sem fannst í síma hans, tölvu, kort að annað,“ sagði lagaprófessorinn Fred Klein.

Aðgerðum í Manorville er ekki lokið enda er um stórt svæði að ræða sem lögregla er nú að kemba með líkhundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta