fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Pressan
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfileg sjón blasti við tíu ára dreng þegar hann vaknaði á heimili sínu í suðvesturhluta Oklahoma í Bandaríkjunum á mánudag. Foreldrar hans og þrír eldri bræður voru öll látin.

Gary Knight, lögreglustjóri á svæðinu, segir við bandaríska fjölmiðla að flest bendi til þess að um fjölskylduharmleik hafi verið að ræða. Telur lögregla að fjölskyldufaðirinn, Jonathan Candy, 42 ára, hafi myrt eiginkonu sína, Lindsay Candy, 39 ára, með skotvopni áður en hann myrti þrjá af fjórum sonum sínum sem voru 12, 14 og 18 ára. Hann er talinn hafa svipt sig lífi í kjölfarið.

Knight telur að Jonathan og Lindsay hafi rifist heiftarlega á sunnudagskvöldið eða aðfaranótt mánudagsins og það hafi endað með þessum ólýsanlega harmleik. Hvers vegna hann réðst að þremur af fjórum sonum sínum liggur ekki fyrir.

Lögregla hafði aldrei haft nein afskipti af þessari tilteknu fjölskyldu og þá hafði Jonathan ekki áður komist í kast við lögin.

Unga drengnum var komið fyrir hjá fjölskyldumeðlimum og hefur Knight eftir honum að hann hafi sofið af sér skothvellina. Engin ástæða sé til að efast um þá frásögn hans. „Hann hringdi svo í 911 þegar hann vaknaði og fann líkin,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu