Í nýrri bók „Kig op“ veitir danski blaðamaðurinn Jakob Sorgenfri Kjær góð ráð um hvernig er hægt að ná aftur stjórn á skjátímanum en hann byggir þessi ráð á nýjustu vitneskju um símanotkun fólks og eigin reynslu.
Slíttu hinu líkamlega sambandi við símann heima hjá þér – Ekki hafa hann alltaf nærri þér, komdu honum út úr svefnherberginu og klósettinu!
Ekki nota símann þegar þú ert að tala við fólk eða hittir fólk. Veittu því athygli hver munurinn er á nærveru og athygli fólks.
Aftengdu allar, eða sumar, tilkynningar í öppunum í símanum. Notaðu „truflið ekki“ möguleikann á ákveðnum tíma dagsins eða alltaf. Það er hægt að gera undantekningar fyrir mikilvægt fólk.
Skildu símann eftir þegar þú ferð út í búð, í göngutúr eða hjólreiðatúr. Þetta mun veita huganum ró og hugsununum tækifæri til að leika lausum hala. Ef einhverjir verða að bíða í hálftíma eftir að ná sambandi við þig, þá lifa þeir það venjulega af.
Losaðu þig við þau öpp sem þú eyðir mestum tíma í. Þetta eru yfirleitt samfélagsmiðlar eða leikir. Flestir eiga tölvu sem þeir geta notað til að spila eða skoða samfélagsmiðla. Það krefst tíma og orku að opna tölvuna og þetta minnkar þann tíma sem er eytt við skjáinn.
Finndu eitthvað annað að gera. Lestu bók eða finndu þér ný áhugamál eða endurvektu gömul. Leitaðu að nýjum upplifunum og hittu nýtt fólk.