fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Pressan
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta áratuginn hafa stefnumótaforrit leikið stórt hlutverk í tilhugalífi fólks í hinum vestræna heimi. Þessu nýja fyrirkomulagi þótti fylgja töluvert hagræði, en því fylgdu þó líka nýjar hættur. Þessum hættum fékk Laura Kowal að kynnast með hrottalegum hættu.

Laura kom frá Illinois í Bandaríkjunum. Hún var 57 ára gömul einmana ekkja í leit að ástinni. Hún leitaði því á náðir stefnumótaforrita og vefsíðna. Það var í gegnum eina slíka sem hún kynntist myndarlegum sænskum athafnamanni, Frank Borg.

Þau byrjuðu að spjalla árið 2018 og átti stafrænt ástarsamband þeirra eftir að vara næstu tvö árin.

Það var svo þann 7. ágúst árið 2020 sem dóttir Lauru, Kelly, fékk ógnvekjandi skilaboð frá rannsóknarlögreglumanni. Sá óttaðist að Laura hefði orðið fyrir barðinu á svikara.

Þegar Kelly reyndi að hringja í Lauru náði hún engu sambandi. Hún keyrði því í ofboði að heimili móður sinnar og fann þar handskrifað bréf, stílað á hana.

„Það var rétt hjá þér að dæma mig,“ sagði í bréfinu. „Undanfarið ár hef ég lifað tvöföldu lífi sem hefur rústað mér á líkama og sál en eins haft af mér aleiguna. Já, þetta tengist Frank, manninum sem ég kynntist á netinu. Ég reyndi að koma í veg fyrir þetta, ítrekað, en ég vissi að þessu myndi ljúka með dauða mínum.“

Laura skildi eins eftir upplýsingar um hvernig dóttir hennar kæmist inn í netpóst hennar og séð samskiptin við Frank, hvernig þau tóku á sig myrkan blæ og hvernig Frank plataði Lauru til að millifæra rúmlega 200 milljónir til gervifyrirtækisins Goose Investments.

Tveimur dögum eftir að Kelly fékk símtalið frá lögreglunni fannst lík móður hennar í ánni Mississippi, rúmlega 300 kílómetrum frá heimili hennar.

Krufning á líki Laura skilaði ekki afgerandi niðurstöðum en lögregla gekk út frá því að um drukknun væri að ræða og að ekki væri um saknæma hattsemi að ræða. Fjölskylda Lauru er þó ósammála þeirri niðurstöðu.

„Ég hefði ekki skammast mín ef niðurstaðan væri að mamma hafi tekið sitt eigið líf. Þetta snýst ekki um að vilja ekki horfast í augu við það. Ef sú væri lendingin hefðum við einhver svör, ef það væri í alvörunni hægt að sanna að um sjálfsvíg var að ræða. En held ég að lögreglan hafi farið í virka leit að gögnum sem benda í aðra átt? Nei.“

Lögregla hefur ekki komist að því hver Frank Borg í raun og veru er. Tölvupósturinn var rakinn til Ghana og myndirnar sem hann notaði voru teknar af samfélagsmiðli læknis sem er starfandi í Suður Ameríku.

Kelly telur að Frank hafi sannfært móður hennar um að líf hennar væri í hættu, að hún væri feig.

„Þetta eru svikahrapparnir. Glæpamennirnir á bak við þessa tölvupósta. Þetta er Frank Borg, þessari skálduðu persónu, að kenna. Hann drap mömmu mína. Og allir sem eiga hlut að þessum svikum, sama hversu lítinn, þeir sem millifærðu peningana, þeir sem stóðu að baki símtölunum, þeir sem sendu póstana – þau bera öll ábyrgð á andláti mömmu.

Mál Lauru er ekki einsdæmi. Á síðasta ári er talið að minnst 64 þúsund Bandaríkjamenn hafi verið sviknir um minnst 164 milljarða. Dæmin eru talin langtum fleiri, en ekki allir þolendur tilkynna svikin til yfirvalda.

Kelly telur að móðir hennar hafi fengið símtöl frá svikurunum þar sem lífi hennar var hótað. Móður hennar var ýtt niður öngstræti og sá enga leið út úr martröðinni. Kelly hefur nú sagt starfi sínu lausu til að helga líf sitt því að deila sögu móður sinnar í von um koma í veg fyrir að aðrir falli fyrir svona rómantíkur-svikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn