Sviðsmynd eins og þá sem blasti við Stephanie Arevalo hafa flestir eflaust séð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en að upplifa þetta sjálf er auðvitað allt annað.
Stephanie var að minnsta kosti ekki undir það búin að sjá það sem blasti við henni þegar hún kom óvænt heim dag einn. Hún heyrði hljóð og vissi um leið hvað var í gangi og um leið virðist sem eitthvað hafi klikkað í huga hennar að sögn UniLAD.
Hún gekk inn á eiginmann sinn í örmum annarrar konu. Hún fylltist ofsareiði og ákvað að ná sér í skammbyssu og hana notaði hún til að skjóta hann.
Stephanie, sem er 34 ára, segir að hann hafi „átt þetta skilið“.
Hún hótaði einnig að skjóta konuna en sem betur fer lét hún nú ekki verða af því.
Eftir að hafa banað eiginmanninum, hringdi hún sjálf í lögregluna.
Hún er nú í gæsluvarðhaldi og bíður þess að mál hennar verði tekið fyrir hjá dómstóli.