Maðurinn fann leynidyr í kjallaranum. Þú hugsar kannski með þér að það sé best að láta slíkar dyr bara vera lokaðar og forvitnast ekki meira um það sem leynist á bak við. Ef það er hugsunin sem sækir á þig, þá ert þú ekki ein/einn um þá hugsun því húseigandinn er sömu skoðunar. Mirror skýrir frá þessu og vitnar í skrif mannsins á Reddit.
Segist hann hafa fundið dyrnar þegar hann var nýfluttur inn í húsið. Dyrnar voru á bak við málmskáp sem hann ætlaði að losa sig við.
„Sá sem átti húsið á undan mér faldi þetta leynilega kjallararými með skáp,“ skrifaði hann meðal annars.
Notendur Reddit tjáðu sig óspart um þetta og kröfðust margir þess að hann rannsaki þetta nánar og „leysi ráðgátuna“.
En til allrar lukku, kannski, hafnaði maðurinn því með öllu og sagðist aldrei ætla að opna dyrnar. Stærsta ástæðan fyrir því er að hundarnir hans sem neita algjörlega að koma nærri þeim.
„Hundarnir mínir vilja ekki koma nærri dyrunum og þess vegna opna ég þær ekki.“