fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Pressan
Laugardaginn 20. apríl 2024 07:30

Max Azzarello er milli heims og helju eftir að hafa kveikt í sjálfum sér

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og sjö ára gamall Flórídabúi, Max Azzarello að nafni, hellti yfir sig bensíni fyrir framan dómshús í New York í gær, föstudags, þar sem réttað var yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta og kveikti síðan í sér. Almennir borgarar og lögreglumenn náðu að slökkva eldinn nokkru síðar, með jökkum sínum og slökkvitækjum, þar til slökkviliðsmenn bar að garði og var Azzarello fluttur á sjúkrahús í kjölfarið þar sem tvísýnt er um ástand hans. Fjórir lögreglumenn slösuðust lítillega.

Erlendir miðlar greina frá því að Azzarello hafi verið með ýmiskonar samsæriskenningar á heilanum, meðal annars um Bill Clinton, Covid, ýmsa Hollywood-leikara og rafmyntir, og síðasta ár hafi hegðun hans sífellt orðið óútreiknanlegri. Hann gekk um fyrir framan þinghúsið og henti dreifibréfum upp í loftið sem vísuðu á heimasíðu hans þar sem stóð að hann hefði kveikt í sér fyrir framan dómshúsið. Það framkvæmd hann síðan samviskusamlega.

Var Azzrello sannfærður um að svikul og fasísk stjórnvöld undirbyggju alheimsvaldarán og taldi hann Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, vinna saman að þessu markmiði.

Talið er að Azzarello hafi ætlað að vekja athygli á kenningum sínum með gjörningnum og ætlunin hafi ekki verið að skaða neinn annan en sjálfan sig. Íkveikjan er því ekki talin hafa beist að Trump né réttarhöldunum.

Uppfært 7:56

Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá tilkynningu lögreglunnar í New York um að Azzarello hafi verið úrskurðaður látinn. Hversu fljótt það var eftir að komið var með hann á sjúkrahús hefur ekki verið gefið upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi