fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Pressan
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 04:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var 21 árs háskólanemi og átti ekki góða reynslu að baki með stráka. Ég hafði farið á nokkur stefnumót en aldrei fundið fyrir þessari tilfinningu sem gerði að verkum að ég vildi ganga lengra en það.

En Ollie var öðruvísi. Hann var í sama námi og ég og ég hafði daðrað við hann vikum saman. Við höfðum farið saman út að skemmta okkur með öðrum en enduðum alltaf við hliðina á hvort öðru og skemmtum okkur vel.

Hjarta mitt sleppti úr slagi þegar hann dró mig afsíðis kvöld eitt og spurði hvort ég vildi fá mér drykk með honum.

„Núna?“ spurði ég.

„Nei, ég vil gera þetta almennilega,“ svaraði hann hlæjandi.

Ég sveif skælbrosandi alla leið heim.

Þetta segir konan á vef Metro og heldur áfram:

Nokkrum kvöldum síðar var komið að stefnumótinu. Það hefði ekki getað gengið betur, við hlógum og töluðum saman um eitt og annað. Við vildum ekki að kvöldið endaði svo við fórum á dansstað. Við héldum okkur frá öðrum og vorum bara saman og kysstumst í fyrsta sinn á dansgólfinu. Ég man að ég var með fiðring í maganum og fannst eins og ég væri að springa úr hamingju.

Við löbbuðum saman heim, héldumst í hendur og það var svo eðlilegt að fara heim til hans. Ég hafði þekkt hann lengi en ég vildi að ég hefði beðið.

Við fengum okkur drykk með meðleigjendum hans sem vildu allir taka mig út áður en við fórum inn í herbergið hans. Rúmið hans var með nýþvegnu rauðu sængurverasetti. Hann kunni sem sagt að nota þvottavél!

Síðan gerðist það sem var óhugsandi – Mig hryllir enn við og eldroðna þegar ég hugsa um þetta.

Ég segi þetta bara hreint út: Við höfðum byrjað að láta vel að hvort öðru og typpið hans festist í spöngunum mínum. Hann öskraði af öllum lífs og sálarkröftum og meðleigjendur hans komu hlaupandi til að sjá hvað hafði gerst.

Þarna var ég, enn föst við typpið hans, í svo viðkvæmri stöðu og skelfingu lostin.

Meðleigjendur hans hringdu í vin, sem var í læknanámi, og spurðu hvað þeir ættu að gera, það var eiginlega verra að hlusta á þá ræða þetta í símann.

Þetta var þó betri kostur en sá sem mér hafði dottið í hug, að hringja í mömmu mína sem var hjúkrunarfræðingur.

Ég hélt að ég hefði brotið typpið. Ég vildi mest af öllu að jörðin myndi gleypa mig. En þess í stað losaði meðleigjandi hans, eins varlega og hann gat, typpið úr spöngunum. Skömmin sem fylgdi þessu var mikil. Það var eins og blóð sprautaðist yfir allan rauða sængurfatnaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu