Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og kemur ákvörðunin nokkuð á óvart sé litið til velgengni fyrirtækisins á síðustu árum. Alls hafa myndir sem fyrirtækið hefur framleitt fengið 21 Óskarsverðlaun. Tvær þeirra, Green Book og Spotlight, unnu til verðlauna sem besta myndin.
Í bréfi til starfsmanna sagði Skoll, sem stofnaði uppvoðsvefinn eBay á sínum tíma, að miklar breytingar hefðu orðið í kvikmyndabransanum á síðustu árum. Breytingar sem sneru meðal annars að því hvernig myndir eru framleiddar og þeim dreift.
Á þeim 20 árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur fyrirtækið framleitt 135 myndir í fullri lengd, en um helmingur þeirra voru heimildarmyndir. Meðal þeirra má nefna An Inconvenient Truth, Murderball, Food, Inc og Countdown to Zero.
Good Night, and Good Luck (2005)
Fast Food Nation (2006)
The Kite Runner (2007)
The Cove (2009)
The Informant! (2009)
Contagion (2011)
Lincoln (2012)
Citizenfour (2014)
Beasts of No Nation (2015)
Deepwater Horizon (2015)
The Post (2017)
Roma (2018)
Judas and the Black Messiah (2020)