fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Pressan
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 04:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hneykslismálin koma einfaldlega á færibandi hjá kaþólsku kirkjunni í Póllandi. Prestur var nýlega dæmdur í máli sem snerist um kynlífspartý þar sem Viagra, fíkniefni og vændiskarl komu við sögu. Við þetta bætist morð og dularfullt andlát.

Kynlífspartý, fíkniefni, vændiskarl og of stór skammtur af Viagra er ekki eitthvað sem fólk tengir venjulega við kaþólsku kirkjuna. En þetta er það sem tengist hneykslismálum tengdum kaþólsku kirkjunni í Póllandi. Þau náðu hámarki þegar presturinn Tomasz Z var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fjölda lögbrota.

Hann var sakfelldur yfir kynferðisbrot, fyrir að hafa gefið annarra manneskju ólöglegt efni og að hafa komið í veg fyrir að manneskja fengi nauðsynlega læknisaðstoð.

Málið hófst í ágúst 2022 í kjölfar samkvæmis heima hjá Tomasz Z. Fleiri kirkjunnar þjónar eru sagðir hafa verið meðal gesta.

Jótlandspósturinn segir að samkvæmt fréttum pólskra fjölmiðla hafi enginn samkvæmisgestanna hringt í neyðarnúmer þegar vændiskarl missti meðvitund eftir ofnotkun Viagra en lyfið er yfirleitt notað til að takast á við stinningarvanda.

Þegar sjúkraflutningsmenn komu á vettvang var þeim meinaður aðgangur og kölluðu þeir því eftir aðstoð lögreglunnar. Þegar hún kom á vettvang breyttist staðan algjörlega og sjúkraflutningsmennirnir komust inn.

Þegar málið komst í hámæli 2023 sendi Tomasz Z yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem hann efaðist um hvort umfjöllunin um samkvæmið hafi verið rétt og hversu margir prestar voru til staðar í því. Hann benti einnig á að það væri mikilvægt  að átta sig á „hver skilgreiningin á kynsvalli sé“.

Hann var dæmdur til að greiða sem svarar til rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í bætur til vændiskarlsins sem missti meðvitund í partýinu og þess utan til að gefa ótilgreinda upphæð í sjóð fyrir fórnarlömb afbrota.

Á meðan á rannsókn málsins stóð var hann sviptur embætti sínu hjá sókninni sem hann þjónaði í bænum Sosnowiec.

En Sosnowiecs sóknin hefur glímt við fleiri hneykslismál að undanförnu en kynlífspartý Tomasz.

Í mars á síðasta ári fannst ungur starfsmaður kirkjunnar látinn í Sosnowiec. Hann hafði verið skotinn með skammbyssu og stunginn með hníf. Sama dag tók prestur eigið líf með því að kasta sér fyrir lest. Lögreglan telur að presturinn hafi myrt hinn unga starfsbróður sinn og síðan tekið eigið líf.

Í síðasta mánuði fannst lík ungs manns í einni af prestaíbúðum sóknarinnar. Enn hefur ekki tekist að slá því föstu hvað varð manninum að bana en pólska götublaðið Fakt segir að lögreglan telji að sá sem býr í íbúðinni hafi verið með fíkniefni í fórum sínum. Hann er undir eftirliti lögreglunnar og má ekki yfirgefa landið. Hann neitar sök.

Pólski presturinn og heimspekingurinn Andrzej Kobylinski sagði í samtali við RMF24 að málin séu verri en „Sódóma og Gómorra“. „Þetta er svo sannarlega heimsendir. Við neyðumst til að nota svo sterk lýsingarorð til að hræða hlustendur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi