fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

85 ára kona skaut innbrotsþjóf til bana

Pressan
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 07:00

Frá vettvangi. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma að morgni þann 13. mars síðastliðinn braust maður inn á heimili hinnar 85 ára Christine Jenneiahn sem var sofandi þegar þetta gerðist.

Christine var vakin af innbrotsþjófi sem var „klæddur í hermannajakka, með svarta lambhúshettu og beindi skammbyssu að henni“ að því er segir í tilkynningu frá saksóknara í Bingham County. Sonur hennar, David Jenneiahn, sem er fatlaður, var einnig heima þegar þetta gerðist.

Innbrotsþjófurinn, sem hét Derek Condon, handjárnaði Christine og fór með hana inn í stofu.  Líklegt þykir að hann hafi slegið hana í höfuðið þar sem hún lá í rúmi sínu því það var blóð á koddanum og á gólfinu við höfðalagið.

Christine  sagði lögreglunni einnig að Derek hefði slegið hana í höfuðið en var ekki viss um hvenær hann gerði það nákvæmlega.

Þegar Derek hafði þvingað Christine inn í stofu, handjárnaði hann hana við tréstól og spurði hana síðan hvar hún geymdi verðmæti. Þegar hún sagði honum að hún ætti ekki mikið, setti hann skammbyssuhlaupið upp að höfði hennar. Hún sagði honum þá að tveir peningaskápar væru á neðri hæðinni. Hann skildi hana þá eftir og fór að leita að peningaskápunum.

Hann leitaði í nokkrum herbergjum, þar á meðal í herbergi David en það var þá fyrst sem hann áttaði sig á að Christine var ekki ein í húsinu. Hann reiddist þá mjög vegna þess að Christine hafði ekki sagt honum að David væri einnig í húsinu. Hótaði hann að drepa hana.

En Derek vissi ekki að á meðan hann var á neðri hæðinni að leita að verðmætum hafði Christine náð í skammbyssu sína, sem var undir koddanum hennar. Hún fór inn í stofuna með hana og faldi í sófa við hliðina á stólnum sem hún sat í. Því næst beið hún eftir hvað Derek myndi gera næst.

Saksóknari segir að þegar Derek hafi haldið áfram að fara um hús hennar og leita að verðmætum hafi hún tekið ákvörðun um að það væri „núna eða aldrei“ og dró skammbyssuna fram og skaut hann tveimur skotum.

Hann svaraði og skaut mörgum skotum að henni og hæfði hana í kviðinn, handlegg og bringu. Derek fór því næst inn í eldhúsið þar sem hann lést af völdum áverka sinna.

Christine féll á gólfið, enn handjárnuð, og lá þar næstu 10 klukkustundirnar. Hún náði að hringja í neyðarnúmerið eftir að David kom upp og lét hana fá síma. Lögreglumenn komu á vettvang klukkan 12.17 og veittu henni strax lífsbjargandi aðstoð.

Saksóknari úrskurðaði að um „réttlætanlegt morð“ hafi verið að ræða þar sem Christine hafi einfaldlega verið að bjarga lífi þeirra mæðgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin