fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Pressan
Mánudaginn 15. apríl 2024 08:30

Þetta varð til þess að þeir fundust. Mynd:U.S. Coast Guard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðagóðir menn björguðu hugsanlega lífi sínu með því að nota pálmablöð. Mennirnir þrír höfðu verið strandaðir á eyðieyju í rúmlega viku þegar bandaríska strandgæslan fann þá og bjargaði þeim.

Mennirnir gripu til þess ráðs að skrifa „Help“ með pálmablöðum á strönd eyjunnar og það var einmitt þetta sem varð til þess að strandgæslan varð þess áskynja að einhver væri á eyjunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá strandgæslunni.

Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem þessi aðferð hefur verið notuð til að vekja athygli á sér en engu að síður vel gert hjá mönnunum að muna eftir þessu og nota þessa aðferð.

Það var laugardaginn sjötta apríl sem frænka eins mannanna tilkynnti um hvarf þeirra. Þeir höfðu þá verið rúma viku á sjó en höfðu ekki skilað sér heim.

Strandgæslan hóf strax leit að mönnunum og notaði meðal annars flugvélar við hana.

Mennirnir eru allir reyndir sjómenn á fertugsaldri. Þeir sigldu frá eyjunni Polowat Atoll, sem er hluti af Sambandsríkinu Míkrónesíu. Ferðin gekk vel í upphafi en síðan skemmdist bátur þeirra og vélin bilaði. Í kjölfarið enduðu þeir á eyðieyju.

Eftir að áhöfn leitarflugvélar sá „Help“ merkið á eyjunni var strandgæsluskipið USCGC Oliver Henry sent þangað og kom það þangað þriðjudaginn níunda apríl og bjargaði mönnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm