Plánetan er þó of heit fyrir fólk og líklega er ekkert andrúmsloft á henni að því er segir í nýrri rannsókn um þetta sem var birt nýlega í vísindaritinu Nature.
Fyrir fimm árum uppgötvuðu vísindamenn, með aðstoð innrauða Spitzer geimsjónaukans, sjö steinplánetur sem eru á braut um sömu stjörnuna, TRAPPIST-1. Nú var James Webb notaður til að mæla hitann á einni þeirra, TRAPPIST-1b. Þessi rannsókn leiddi í ljós að þessi jarðlíka pláneta er næstum því örugglega ekki hæf til búsetu fyrir mannkynið.
Rannsóknin leiddi í ljós að hitinn á plánetunni er um 232 gráður og að líklega sé ekki andrúmsloft á henni.