fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Pressan

Líkamsrækt tvisvar í viku dregur mjög úr líkunum á svefnleysi

Pressan
Laugardaginn 13. apríl 2024 19:00

Skyldi hún hafa fengið sér mjólkurglas fyrir háttinn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að stunda líkamsrækt eða hreyfingu af einhverju tagi minnsta kosti tvisvar í viku, dregur mjög úr líkunum á að fólk glími við svefnleysi.

Þetta eru niðurstöður nýrra rannsóknar að sögn Sky News. Rannsóknin leiddi í ljós að fólk sem stundaði líkamsrækt reglulega var í 42% minni hættu á að eiga erfitt með að sofa og það voru 22% minni líkur á að það fyndi fyrir einhverjum einkennum svefnleysis. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu BMJ Open Journal.

Þeir sem stunda æfingar um langa hríð reyndust vera 55% líklegri til að ná eðlilegum svefni, sex til átta klukkustundum á sólarhring, en þeir sem hreyfðu sig lítið sem ekkert.

Þeir sem stunduðu reglulega líkamsrækt/hreyfingu voru í 29% minni hættu á að sofa undir sex klukkustundum á sólarhring. Einnig voru 52% minni líkur á að þeir svæfu meira en níu klukkustundir á sólarhring.

Rannsóknin byggðist á gögnum um 4.339 manns frá níu Evrópuríkjum. Kynjaskiptingin var nokkuð nærri því að vera 50/50.

Þátttakendurnir voru spurðir út í líkamsræktar og hreyfingarvenjur sínar í upphafi og aftur áratug síðar. Þeir voru einnig spurðir út í einkenni svefnleysis eins og að eiga erfitt með að sofna, að sofa lengi, að vakna of snemma og hversu lengi þeir svæfu venjulega.

Fólk, sem stundaði líkamsrækt að minnsta kosti tvisvar í viku í að minnsta kosti klukkustund samanlagt, var skilgreint sem virkir iðkendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Frygðarstunur trufluðu fréttamannafundinn – Myndband

Frygðarstunur trufluðu fréttamannafundinn – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu