Í nýrri rannsókn á þessum gömlu gögnum kom í ljós að tæplega þrisvar sinnum fleiri tunglskjálftar riðu yfir tunglið frá 1969 til 1977 en áður var talið. Vitað var að margir skjálftar riðu yfir á þessu tímabili en í raun voru þeir 22.000 fleiri en vitað var fram að þessu. Í heildina voru þeir um 35.000.
Það er því ljóst að það er mun meiri skjálftavirkni á tunglinu en áður var talið. Tunglskjálftar eru hliðstæða jarðskjálfta hér á jörðinni. En ólíkt jarðskjálftum þá verða tunglskjálftar af völdum hitabreytinga og vegna árekstra loftsteina við tunglið frekar en hreyfinga jarðskorpufleka en slíka fleka er ekki að finna á tunglinu að sögn Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þetta veldur því að tunglskjálftar eru mun veikari en jarðskjálftar.
Live Science segir að niðurstöður rannsóknarinnar hafi verið kynntar á Lunar and Planetary Science ráðstefnunni um miðjan mars og einnig hefur rannsóknin verið birt í vísindaritinu Journal of Geophysical Research.
Appologeimfararnir komu tveimur tegundum skjálftamæla fyrir á tunglinu og byggir nýja rannsóknin á upplýsingum frá þeim.