fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Pressan

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Pressan
Laugardaginn 13. apríl 2024 14:00

Hér sést Neil Armstrong á tunglinu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný yfirferð á hálfrar aldar gömlum gögnum frá Appolo geimferðunum til tunglsins hafa varpað ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu.

Í nýrri rannsókn á þessum gömlu gögnum kom í ljós að tæplega þrisvar sinnum fleiri tunglskjálftar riðu yfir tunglið frá 1969 til 1977 en áður var talið. Vitað var að margir skjálftar riðu yfir á þessu tímabili en í raun voru þeir 22.000 fleiri en vitað var fram að þessu. Í heildina voru þeir um 35.000.

Það er því ljóst að það er mun meiri skjálftavirkni á tunglinu en áður var talið. Tunglskjálftar eru hliðstæða jarðskjálfta hér á jörðinni. En ólíkt jarðskjálftum þá verða tunglskjálftar af völdum hitabreytinga og vegna árekstra loftsteina við tunglið frekar en hreyfinga jarðskorpufleka en slíka fleka er ekki að finna á tunglinu að sögn Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þetta veldur því að tunglskjálftar eru mun veikari en jarðskjálftar.

Live Science segir að niðurstöður rannsóknarinnar hafi verið kynntar á Lunar and Planetary Science ráðstefnunni um miðjan mars og einnig hefur rannsóknin verið birt í vísindaritinu Journal of Geophysical Research.

Appologeimfararnir komu tveimur tegundum skjálftamæla fyrir á tunglinu og byggir nýja rannsóknin á upplýsingum frá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið