The Los Angeles Times skýrir frá þessu og segir að þjófarnir hafi komist óséðir á brott og að þjófnaðurinn hafi ekki uppgötvast fyrr en daginn eftir.
Talskona alríkislögreglunnar FBI staðfesti við PEOPLE að milljónum dollara hefði verið stolið í Sylmar hverfinu á páskadag. Hún sagði að lögreglan vinni að rannsókn málsins og sé að leita að „einstaklingi eða hópi sem hafi verið að verki“.
Talskona lögreglunnar í Los Angeles vildi ekki tjá sig um þjófnaðinn, sem er einn stærsti þjófnaður sögunnar í borginni, og sagði að alríkislögreglan stýri rannsókninni.
ABC7 segir að peningageymsla sé í eigu GardaWorld sem sérhæfir sig í geymslu og flutning reiðufjár.