fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ástríðufullir kattavinir dæmdir í fangelsi

Pressan
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eru það dýramisþyrmingar að halda heimili með 159 köttum og 7 hundum í 80 fermetra íbúð? Hugsanlega eru deildar meiningar um það en ljóst er að til eru kattavinir sem fá ekki nóg af köttum á meðan öðrum finnst nóg um.

Þegar lögreglan brást við tilkynningu um heimilisófrið í íbúð einni í frönsku borginni Niece á síðasta ári mætti ótrúleg sjón lögreglumönnunum. Í íbúðinni, sem er 80 fermetrar, bjó par með 159 ketti og 7 hunda.

Dýrin þjáðust af vökvaskorti og voru vannærð. Flest voru þau þakin sníkjudýrum og bjuggu þarna innan um hrúgur af saur og þvagi út um allt. Heppnu dýrin lifðu þetta af en þau óheppnum voru dauð þegar lögreglan kom á vettvang. Meðal annars fundu lögreglumenn tvo dauða ketti og tvo dauða hvolpa inni á baðherberginu. Fljótlega eftir að lögreglan kom á vettvang drápust sex kettir til viðbótar að sögn franskra fjölmiðla.

Í síðustu var parið, sem eru 68 ára kona og 52 ára karl, dæmd í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir dýraníð. Þeim var einnig bannað að eiga dýr um ókomna framtíð. Þess utan þurfa þau að greiða dýraverndunarsamtökum, sem sjá nú um dýrin, sem svarar til 22 milljóna íslenskra króna.

Eftir dómsuppkvaðninguna lýsti konan því yfir að hún hafi ekki í hyggju að gefast upp og muni hugsanlega áfrýja dómnum. „Þetta er eins og að segja konu að hún megi ekki eignast fleiri börn,“ sagði hún.

Fyrir dómi sagði hún að dýrin væru hin stóra ástríða í lífi hennar en viðurkenndi að hafa misst tök á ástandinu.

Niðurstaða geðrannsóknar á konunni leiddi í ljós að hún þjáist af svokölluðu Noah-heilkenni en það hefur í för með sér að fólk fær óstjórnlega þörf fyrir að bjarga dýrum, óháð því hvort það ráði við það.

2018 tók konan við 3 köttum og 3 hundum frá foreldrum sínum. Síðan tók hún um 30 ketti til viðbótar að sér en þá fann hún í yfirgefinni byggingu. Það segir sig sjálft að dýrin voru ekki geld og því fjölgaði þeim hratt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Í gær

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking