fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“

Pressan
Mánudaginn 8. apríl 2024 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö ára stúlka í Alabama gæti talist efnilegur sölumaður eftir að hún seldi límonaði fyrir 1,4 milljón. Ástæðan fyrir sölunni er þó þyngri en tárum taki, en Emouree Johnson missti móður sína í mars og til að heiðra móður sína vildi hún koma upp fallegum legstein við gröf hennar.

Samfélagið í bænum Scottsboro var ekki látið ósnert eftir að Emouree litla hóf söfnunina. Límonaðisalan hefur því líklega slegið öll sölumet barna í bænum.

Emouree er lýst sem stúlku í 2. bekk sem er með bros sem getur breytt myrkri í ljós. Límonaðistandur hennar sé orðið tákn bæjarins um von og náungakærleik.

„Ég vissi ekki að það eitt að búa til smá límonaði myndi enda með því að svona margir kæmu í heimsókn. Það er gaman, en ótrúlegt á sama tíma,“ sagði litla stúlkan í samtali við fjölmiðla.

Amma stúlkunnar ræddi við blaðamenn með gleðitár í augum. Viðbrögð samfélagsins séu að hjálpa dótturdóttur hennar að vinna úr sorginni.

„Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta. Ég veit að mamma hennar er að horfa niður til hennar og er svo stolt“

Fólk hefur ekki látið sér nægja að kaupa límonaði heldur hefur einnig mætt til stúlkunnar með föt, mat og allt sem gæti framkallað 1000watta brosið.

„Ég er bara slegin og hef grátið gleðitárum. Ég finn frið og hamingju því allir hafa komið til að styðja litla ömmubarnið mitt. Þetta er það sem ég þráði fyrir hana – að hún væri ekki hryggbrotin því það er mitt hlutverk,“ sagði amman. „Ég vona að dóttir mín geti séð hversu frábært þetta er og hversu dásamlega dóttur hún lætur eftir sig. Takk öll og takk Guð því þetta er það sárasta sem ég hef upplifað og þetta samfélag okkar hefur virkilega hjálpað mér.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi