Emily Morse, sem er sögð vera sérfræðingur þegar kemur að samskiptum fólks og kynlífi, segir að eitt sé það sem eigi aldrei að segja rétt áður en bólfarir hefjast.
Emily er óspör á að deila ráðum og upplýsingum á samfélagsmiðlinum X og heimasíðu sinni. Í einni færslu segir hún að það sé mikilvægt að forðast að segja „Þetta geri ég aldrei“ rétt áður en bólfimi hefst. Til að létta fólki lífið deilir hún einnig valkosti:
„Hér er hin hliðin á þessu samtali. Segjum sem svo að hinn aðilinn spyrji: „Langar þig til að við prófum hitt gatið?“ og þú hlærð upp í andlitið á honum. Þetta er örugg leið til að láta fólk skammast sín fyrir langanir sínar! Þú þarft ekki að segja já, en þú getur sagt nei, eða ekki núna, án þess að særa tilfinningar viðkomandi.“
Hún veitir síðan ráð um hvernig er hægt að svara þessu. „Ég er ekki viss um að þetta sé eitthvað fyrir mig en segðu mér meira um af hverju þér finnst þetta æsandi.“
Hún segir að þetta sé góð leið til að sýna umhyggju fyrir tilfinningum hins aðilans og einnig geti vel farið svo að það sé mjög æsandi að heyra skýringu hans á af hverju honum finnst þetta svo æsandi.
Hún segir að stundir sem þessar veiti frábært tækifæri til að „dýpka tilfinningalega nánd og traust, sem styrki sambandið“.