Sky News skýrir frá þessu og segir að samkvæmt nýju lögunum þá megi „einkakannabisklúbbar“ sjá allt að 500 félögum fyrir kannabis.
En ákveðnar reglur fylgja auknu frelsi því neytendur verða að vera 18 ára eða eldri og reykingar eru ekki leyfðar nærri leikvöllum og íþróttamiðstöðvum.
Til að koma í veg fyrir að ferðamenn komi til Þýskalands til að kaupa og nota kannabis þá verður sala þess aðeins leyfð í gegnum fyrrnefnda „kannabisklúbba“ og fólk verður að hafa átt lögheimili í Þýskalandi í að minnsta kosti sex mánuði ef það vill kaupa kannabis.