fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hjúkraði broddgelti af alúð – Sannleikurinn kom í ljós á dýraspítalanum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur ákvað að gera góðverk eftir að hún gekk fram á hreyfingarlaust dýr á kvöldgöngu sinni. Úti var kalt og tók konan því dýrið með sér heim, og setti það í pappakassa og smá mat með. Konan vakti síðan alla nóttina til að huga að veika dýrinu. 

Morguninn eftir mætti konan með pappakassa og dýrið í honum á Lower Moss Wood Nature Reserve & Wildlife dýraspítalann í Knutsford, Cheshire í Bretlandi. Dýrið var fyrsta innlögn dagsins og sagðist kona hafa fundið dýrið, sem hún taldi vera broddgöltsunga, þrátt fyrir að dýrið hefði verið nokkuð létt og dúnkennt.

Yfirmaður spítalans Janet Kotze tók á móti konunni og hugðist huga að dýrinu. Kotze segist þó ekki hafa trúað eigin augun þegar í ljós að hér var hreint ekki um dýr að ræða, heldur húfudúsk. Kotze fór til konunnar og sagði henni tíðindin, konan eldroðnaði og sagði: 

„Þú ert að grínast.“

Dýravinurinn gekk síðan skömmustuleg út af dýraspítalanum með tóman kassann undir hendi. „Þetta var fyrsta innlögn dagsins. Frúin kom inn með kassa, hún sagðist hafa fundið þennan broddgölt á gangstéttinni og það var kalt og hún tók dýrið upp. Mér var brugðið þar sem það er mjög snemmt fyrir broddgaltabörn,“ segir Kotze.

„Ég opnaði kassann og ég gat ekki alveg trúað því sem ég var að sjá. Ég hugsaði: Þetta er örugglega ekki broddgöltur, kannski er þetta einhver önnur dúnkennd skepna.“ Ég áttaði mig á því að þetta var alls ekki lifandi, tók það upp og af þyngdinni fann ég að þetta væri alls ekki broddgöltur eða neitt dýr.

Janet Kotze

Konan var yndisleg og með hjartað á réttum stað, blessuninn. Hún tók af mér kassann og fór í skyndi. Eftir á finnst mér þetta fyndið, en ég trúði ekki alveg því sem ég var að sjá því fyrir mér er broddgöltur augljóslega broddgöltur. Ég held að konan geri ekki sömu mistökin aftur, ég held að hún kíki næst.“

Kotze bætti við að ef fólk sér broddgelti úti á víðavangi á daginn ætti að koma þeim til bjargar þar sem það er merki um að dýrið sé í neyð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu