fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Norður-kóreska sjónvarpið gerði dálítið sem heillaði breskan sjónvarpsmann upp úr skónum

Pressan
Föstudaginn 29. mars 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski sjónvarpsmaðurinn Alan Titchmarsh segist hafa orðið uppnuminn þegar hann frétti af því sem stjórnendur Central TV-sjónvarpsstöðvarinnar í Norður-Kóreu gerðu þegar þáttur hans, Alan Titchmarsh‘s Garden Secrets, var sýndur á dögunum.

Í einu atriði í þætti frá 2010, þar sem Alan var að planta trjám, var hann klæddur í gallabuxur en það er eitthvað sem ekki má sjást í sjónvarpinu þar í landi. Var því búið að „blörra“ gallabuxurnar.

Gallabuxur eru bannaðar í Norður-Kóreu og hafa verið lengi, eða frá því á 10. áratug síðustu aldar þegar þáverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, mat það svo að þær væru tákn vestrænnar – og einkum bandarískrar – menningar.

BBC ræddi við Alan um málið og segist hann finna fyrir ákveðinni viðurkenningu, klæðaburður hans sé ef til vill flottur og þannig hafi það nú ekki alltaf verið.

„Það hefur tekið mig 74 ár að komast á sama stall og Elvis Presly, Tom Jones og Rod Stwart,“ segir hann og gerir að gamni sínu.

Þættirnir Garden Secrets voru sýndir árið 2010 og eru klukkustundarlangir en í Norður-Kóreu er búið að stytta þá niður í 15 mínútur. BBC segist ekki hafa hugmynd um það hvernig þættirnir rötuðu í sjónvarp í Norður-Kóreu. Þar hafi að minnsta kosti enginn tryggt sér sýningarréttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi