Garcia var yngsti bæjarstjóri Ekvador og var henni spáð bjartri framtíð í stjórnmálum í Ekvador áður en hún var myrt. Lögregla telur að Garcia hafi verið skotmark glæpahópa á svæðinu sem hafa barist um yfirráð á fíkniefnamarkaði landsins.
Daniel Noboa, forseti Ekvador, lýsti yfir neyðarástandi í landinu fyrir skemmstu vegna glæpaöldu sem riðið hefur yfir landið að undanförnu. Bærinn San Vicente er í Manabi-héraði en þar hefur staðan verið alvarleg síðustu vikur og ofbeldisglæpum fjölgað mjög.