Mikill viðbúnaður er á vettvangi þar sem björgunarbátar leita í ánni sem er tiltölulega köld á þessum árstíma, eða um átta gráður.
Ekki er vitað hvað fór úrskeiðis hjá skipstjórum flutningaskipsins en svo virðist sem sprenging hafi orðið þegar skipinu var sigld á brúnna. Gámar féllu útbyrðis og kom mikill olíuleki frá skipinu.
Slysið varð um klukkan þrjú í nótt að staðartíma og var umferð því minni en vanalega, en talið er að um 30 þúsund ökutæki fari yfir brúnna á degi hverjum.
Flutningaskipið sem um ræðir heitir Dali og er skráð í Singapúr. Það var á leið til Sri Lanka þegar slysið varð.