97% af fisktegundum eiga á hættu að hverfa alfarið af sjónarsviðinu og eru það við mennirnir sem ógna tilvist þeirra með veiðum og annarri nýtingu þeirra.
Rúmleg fimmtungur þeirra dýra, sem flytja sig á milli svæða eftir árstíðum, er í hættu að hverfa af sjónarsviðinu. Þessar tegundir flytja sig á milli svæða til að fjölga sér og komast í æti og skipta gríðarlega miklu máli fyrir vistkerfið.
Það erum við mennirnir sem erum stærsta ógnin við tegundir í útrýmingarhættu en 70% þeirra tegunda, sem eru í útrýmingarhættu, eru það vegna veiða, fiskveiða og annarra tegunda ofnýtingar. Missir búsetusvæða hefur áhrif á allt að 75% tegunda. Sky News skýrir frá þessu.
Missir búsetusvæða, mengun og loftslagsbreytingarnar gera að verkum að einstaklingum í mörgum tegundum fækkar og truflar fæðukeðjuna og ógna þannig tilvist margra tegunda.