fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Lík hennar fannst samanfest við maðkétinn sófann – Foreldrarnir dæmdir til 40 ára fangelsisvistar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 36 ára gamla Lacey Fletcher fannst látin á heimili fjölskyldu sinnar í Louisiana í Bandaríkjunum í janúar 2022 þakin sárum og saur. Nú rúmum tveimur árum seinna hafa foreldrar hennar verið dæmd til 40 ára fangelsisvistar.

Á miðvikudaginn voru Sheila og Clay Fletcher hvort um sig dæmd í 40 ára fangelsi, 20 þeirra eru skilorðsbundið. Þegar vist innan fangelsis lýkur þurfa þau að afplána fimm ára skilorðsbundið eftirlit.

Ellefu vitni komu fram við aðalmeðferð, en vitnaleiðslur tóku sex klukkutíma. Að sögn fréttamiðla vestanhafs grétu báðir sakborningar og fullyrtu að þau hefðu getað gert meira til að koma í veg fyrir hryllilegt andlát dóttur þeirra.

„Af öllu því sem ég get sagt um þetta mál er það sem kemur fyrst upp í hugann að Clay og Sheila Fletcher völdu alltaf auðveldustu leiðina þegar kom að umönnun dóttur þeirra,“ sagði dómari málsins.

Hjónin báru vitni um að dóttir þeirra hafi ítrekað neitað læknishjálp, en hún bjó á heimili þeirra, undir þeirra eftirliti sem umsjónarmenn dótturinnar.

Clay og Sheila Fletcher

Saksóknarar héldu því fram að vegna andlegs ástands Lacey hafi hún ekki getað tekið ákvörðun um að neita læknismeðferð. Lacey hafði verið greind með einhverfu og gat ekki tjáð sig með orðum.

Í dómsskjölum var greint frá því að lík Lacey hafi verið hulið maðk, sár á aftari hluta líkama hennar og saur kraminn í andlit hennar, brjóst og kvið. Í vottorði dánardómstjóra kom fram að hún var 48 kg að þyngd og bein hennar væru sýnileg, auk þess sem greining fyrir COVID-19 var jákvæð. Dánardómstjóri úrskurðaði að Lacey hefði látist vegna „læknisfræðilegrar vanrækslu“ á tímabili sem nær aftur til að minnsta kosti ársins 2010.

Hjónin mótmæltu ekki ákæru vegna manndráps af gáleysi.

„Við getum deilt um hvort þetta ferli hafi tekið þrjá mánuði, sex mánuði eða þrjú ár. Mér er alveg sama,“ sagði dómarinn áður en hann kvað upp refsingu. „Þetta var harmleikur. Sannleikurinn er sá að Lacey lagðist í sófann og dó hægt og rólega vegna þess að hún fékk enga læknis- eða geðheilbrigðisþjónustu.“

Eftir dómsuppkvaðningu tilkynnti saksóknari að hann væri ánægður með ákvörðun dómarans og málinu yrði ekki áfrýjað. „Við vonum að samfélagið fái þau skilaboð að þessi tegund af hegðun verði ekki liðin,“ sagði saksóknari málsins. „Tékkaðu á vinum þínum, talaðu við nágranna þína og passaðu að þetta komi ekki fyrir neinn annan. Þetta er eitthvað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu