fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Var með stóran krókódíl sem gæludýr heima hjá sér í New York

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 07:30

Albert þegar hann var handsamaður. Mynd:New York DEC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því á tíunda áratugnum var íbúi í Hamburg, sem er sunnan við Buffalo í New York ríki, með krókódíl sem gæludýr heima hjá sér. Yfirvöld tóku dýrið nýlega í sína vörslu.

Sky News segir að krókódílinn, sem heitir Albert, sé 340 kíló og 3,4 metrar á lengd. Hann hafði aðgang að sundlaug í garðinum hjá eiganda sínum sem heitir Tony Cavallaro. Embættismenn segja að eigandinn hafi leyft fólki, þar á meðal börnum, að synda í lauginni með Albert sem er blindur og glímir við mænuvandamál.

Cavallaro hafði leyfði til að vera með Albert en það rann út 2021 og mátti hann því ekki vera með krókódílinn eftir það.

Embættismenn gripu til aðgerða á miðvikudaginn eftir að hafa komist að því að Cavallaro stofnaði almenningi í hættu með framferði sínu.

Cavallaro er ekki sáttur við aðgerðir yfirvalda og segist ætla að berjast fyrir því að fá Albert aftur enda hafi hann átt hann síðan á tíunda áratugnum.

Hann segist hafa komið fram við Albert eins og barn alla tíð og hann hafi aldrei stofnað neinum í hættu.

Albert er nú í umsjá yfirvalda sem leita nú að varanlegum dvalarstað fyrir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad