Það voru starfsmenn sem voru við reglubundið eftirlit sem komu auga á lík mannsins, en ekki liggur fyrir hvort dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti.
Um leið og líkið uppgötvaðist var neysluvatnslögnin aftengd vatnsbólinu og verður vatnsbólið tæmt og hreinsað gaumgæfilega.
Ekki er talið að íbúum stafi hætta af vatninu en yfirvöld vilja fara að öllu með gát og hvetja íbúa til að sjóða vatnið í minnst eina mínútu áður en það er notað þar til tilkynnt verður um annað.