fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Hún vaknaði eftir 23 mínútur? – Hvað gerðist á þessum mínútum?

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 04:30

Isabella vaknaði stórslösuð. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóvemberkvöld eitt á síðasta ári fannst Isabella Willingham, 21 árs, meðvitundarlaus á gólfinu í herbergi sínu á heimavist Asbury háskólans í Kentucky í Bandaríkjunum. Hún var með alvarlega áverka.

Þegar hún fannst hafði hún legið lífvana á gólfinu í 23 mínútur. En hvað gerðist áður en herbergisfélagi hennar fann hana? Það veit enginn að sögn NY Post.

Þegar sjúkraflutningamenn komu í herbergi Isabella blasti ófögur sjón við þeim. Isabella var með djúp sár á líkamanum, marbletti og fætur hennar voru bólgnir. Þá var búið að rífa gervineglur hennar af henni.

Hún lá á gjörgæsludeild í tvær vikur.

Málið hefur vakið mikla undrun og hvorki lögreglunni né háskólayfirvöldum hefur tekist að varpa ljósi á hvað gerðist þetta kvöld.

Andy Willingham, faðir Isabella, gagnrýnir lögregluna fyrir vinnu hennar og segir að lögreglan vinni út frá þeirri kenningu Isabella hafi hlotið áverkana þegar hún datt út úr rúminu. „Það er ekki fræðilegur möguleiki á að hún hafi hlotið áverkana á annan hátt en að einhver hafi veitt henni þá,“ sagði hann og gagnrýndi háskólayfirvöld einnig fyrir að taka málið ekki nægilega alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Í gær

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar