fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hún vaknaði eftir 23 mínútur? – Hvað gerðist á þessum mínútum?

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 04:30

Isabella vaknaði stórslösuð. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóvemberkvöld eitt á síðasta ári fannst Isabella Willingham, 21 árs, meðvitundarlaus á gólfinu í herbergi sínu á heimavist Asbury háskólans í Kentucky í Bandaríkjunum. Hún var með alvarlega áverka.

Þegar hún fannst hafði hún legið lífvana á gólfinu í 23 mínútur. En hvað gerðist áður en herbergisfélagi hennar fann hana? Það veit enginn að sögn NY Post.

Þegar sjúkraflutningamenn komu í herbergi Isabella blasti ófögur sjón við þeim. Isabella var með djúp sár á líkamanum, marbletti og fætur hennar voru bólgnir. Þá var búið að rífa gervineglur hennar af henni.

Hún lá á gjörgæsludeild í tvær vikur.

Málið hefur vakið mikla undrun og hvorki lögreglunni né háskólayfirvöldum hefur tekist að varpa ljósi á hvað gerðist þetta kvöld.

Andy Willingham, faðir Isabella, gagnrýnir lögregluna fyrir vinnu hennar og segir að lögreglan vinni út frá þeirri kenningu Isabella hafi hlotið áverkana þegar hún datt út úr rúminu. „Það er ekki fræðilegur möguleiki á að hún hafi hlotið áverkana á annan hátt en að einhver hafi veitt henni þá,“ sagði hann og gagnrýndi háskólayfirvöld einnig fyrir að taka málið ekki nægilega alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum