Þegar hún fannst hafði hún legið lífvana á gólfinu í 23 mínútur. En hvað gerðist áður en herbergisfélagi hennar fann hana? Það veit enginn að sögn NY Post.
Þegar sjúkraflutningamenn komu í herbergi Isabella blasti ófögur sjón við þeim. Isabella var með djúp sár á líkamanum, marbletti og fætur hennar voru bólgnir. Þá var búið að rífa gervineglur hennar af henni.
Hún lá á gjörgæsludeild í tvær vikur.
Málið hefur vakið mikla undrun og hvorki lögreglunni né háskólayfirvöldum hefur tekist að varpa ljósi á hvað gerðist þetta kvöld.
Andy Willingham, faðir Isabella, gagnrýnir lögregluna fyrir vinnu hennar og segir að lögreglan vinni út frá þeirri kenningu Isabella hafi hlotið áverkana þegar hún datt út úr rúminu. „Það er ekki fræðilegur möguleiki á að hún hafi hlotið áverkana á annan hátt en að einhver hafi veitt henni þá,“ sagði hann og gagnrýndi háskólayfirvöld einnig fyrir að taka málið ekki nægilega alvarlega.
College student Isabella Willingham suffers ghastly injuries while unconscious for 23 minutes in dorm room — and no one knows what happened https://t.co/G12myk8mtk pic.twitter.com/bBLXEl7gXN
— New York Post (@nypost) March 15, 2024