Hvarf unga mannsins, Riley Strain, hefur fengið talsverða fjölmiðlaumfjöllun í Bandaríkjunum síðustu daga.
Hann var staddur í Nashville ásamt hópi vina við University of Missouri þegar hópurinn heimsótti barinn Luke‘s 32 Bridge. Þar keypti Riley sér meðal annars áfengi en eitthvað varð til þess að honum var vísað út af barnum klukkan 21:38 að kvöldi 8. mars – líklega vegna ölvunar.
Riley varð á vegi lögregluþjóns í Nashville skömmu eftir að hann yfirgaf barinn og birti lögregla upptöku úr búkmyndavél þar sem Riley sést eiga í stuttum samskiptum við lögregluþjóninn.
Lögregluþjónninn var á svæðinu vegna tilkynningar um innbrot í bíl og kemur fram í yfirlýsingu lögreglu að Riley hafi virkað eðlilegur og ekkert hafi bent til þess að hann væri í einhvers konar vandræðum. Lögregluþjónninn spurði Riley hvernig hann hefði það og svaraði hann því til að hann hefði það ágætt. Spurði hann lögregluþjóninn að því sama áður en Riley hélt sína leið.
Greiðslukort Riley fannst daginn eftir að hann hvarf, ekki ýkja langt frá staðnum þar sem hann sást síðast á.
Leit lögreglu undanfarna daga hefur beinst að á skammt frá en ekkert hefur fundist sem gefur til kynna að hann hafi endað þar. Aðstandendur hans óttast að einhver hafi unnið honum mein en lögregla segist ekki hafa neinar vísbendingar um að það hafi gerst.