Samstarfskona hennar sagði lögreglunni að Drinkard hafi fests í keðjunni sem knýr færibandið. Samstarfskonan reyndi að losa Drinkard en gat það ekki vegna þess hvernig hún sat föst í keðjunni. Hún fékk aðstoð annarra starfsmanna við að taka færibandið í sundur til að reyna að losa hana.
Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang tókst að ná Drinkard lausri. Það var lífsmark með henni og var hún strax flutt á sjúkrahús en lést næsta morgun af völdum áverka sinna að sögn WJBF.
Club Car er staðsett í Augusta og hefur um langt árabil framleitt golfbíla, þar á meðal þá sem eru notaðir á stórmótum PGA.