fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Dróst inn á færiband og lést þegar hún var að reyna að ná AirPods

Pressan
Þriðjudaginn 19. mars 2024 06:30

Airpods frá Apple.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörmulegt slys átti sér stað fyrir rúmri viku í Club Car verksmiðjunni, sem framleiðir golfbíla, í Georgíu í Bandaríkjunum þegar Alyssa Drinkard, 21 árs, lést þegar hún dróst inn á færiband. Hún var að reyna að ná AirPods sem hún hafði misst.

Samstarfskona hennar sagði lögreglunni að Drinkard hafi fests í keðjunni sem knýr færibandið. Samstarfskonan reyndi að losa Drinkard en gat það ekki vegna þess hvernig hún sat föst í keðjunni. Hún fékk aðstoð annarra starfsmanna við að taka færibandið í sundur til að reyna að losa hana.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang tókst að ná Drinkard lausri. Það var lífsmark með henni og var hún strax flutt á sjúkrahús en lést næsta morgun af völdum áverka sinna að sögn WJBF.

Club Car er staðsett í Augusta og hefur um langt árabil framleitt golfbíla, þar á meðal þá sem eru notaðir á stórmótum PGA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking