Live Science skýrir frá þessu og segir að verkfærin hafi fundist í Korolevo í vesturhluta Úkraínu en þar hafa vísindamenn fundið töluvert af steinverkfærum frá steinöld (sem var frá 2,6 milljónum árum síðan til 10.500 árum síðan). Leitað hefur verið að fornminjum á þessum stað síðan 1974.
Verkfærin, sem hafa fundist í Korolevo, voru búin til af hominins, það er hópur sem nútímamenn og tegundir náskyldar honum tilheyra. Ekki er þó vitað hvaða tegund manna bjó verkfærin til.
Aðrar tegundir manna komu til Evrópu löngu á undan Homo sapiens sem fóru frá Afríku fyrir um 270.000 árum síðan en aðrar tegundir, sem dóu síðar út, fór frá Afríku til Evrasísu fyrir að minnsta kosti 1,8 milljónum ára síðan.
Samkvæmt því sem vísindamenn segja þá eru elstu steinverkfærin í Oldowan stíl en það er frumstæðasta form manngerðra verkfæra. Svipuð verkfæri hafa fundist á öðrum stöðum í Evrópu, Afríku og Asíu.