fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Elstu þekktu steinverkfærin í Evrópu eru 1,4 milljóna ára gömul – Voru ekki búin til af nútímamönnum

Pressan
Sunnudaginn 17. mars 2024 07:30

Eitt af verkfærunum. Mynd:Roman Garba

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elstu þekktu steinverkfærin, sem fundist hafa í Evrópu, eru 1,4 milljóna ára gömul. Þau fundust í Úkraínu. Það er ansi athyglisvert að líklega voru það ekki nútímamenn, Homo sapiens, sem bjuggu þau til, það gerði líklega skyld tegund sem nú er útdauð.

Live Science skýrir frá þessu og segir að verkfærin hafi fundist í Korolevo í vesturhluta Úkraínu en þar hafa vísindamenn fundið töluvert af steinverkfærum frá steinöld (sem var frá 2,6 milljónum árum síðan til 10.500 árum síðan). Leitað hefur verið að fornminjum á þessum stað síðan 1974.

Verkfærin, sem hafa fundist í Korolevo, voru búin til af hominins, það er hópur sem nútímamenn og tegundir náskyldar honum tilheyra. Ekki er þó vitað hvaða tegund manna bjó verkfærin til.

Aðrar tegundir manna komu til Evrópu löngu á undan Homo sapiens sem fóru frá Afríku fyrir um 270.000 árum síðan en aðrar tegundir, sem dóu síðar út, fór frá Afríku til Evrasísu fyrir að minnsta kosti 1,8 milljónum ára síðan.

Samkvæmt því sem vísindamenn segja þá eru elstu steinverkfærin í Oldowan stíl en það er frumstæðasta form manngerðra verkfæra. Svipuð verkfæri hafa fundist á öðrum stöðum í Evrópu, Afríku og Asíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu