fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Norsk eyja gæti geymt skemmtilegt leyndarmál

Pressan
Laugardaginn 16. mars 2024 15:30

Klosterøy. Mynd:Åge Pedersen/Museum of Archaeology in Stavanger

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska eyjan Klosterøy er fræg fyrir forn klaustur en ný rannsókn bendir til að eyjan hafi verið mikilvæg löngu áður en klaustrið var reist.

Fornleifafræðingar notuðu ratsjá, sem tekur myndir neðanjarðar, til að rannsaka eyjuna og fundu ummerki um það sem virðast vera niðurgrafin hús og bryggjur. Þetta þykir benda til að þarna hafi verið markaðssvæði á víkingatímanum.

Live Science segir að vísindamenn telji að þarna hafi verið markaðssvæði frá því um 793 til 1066 og aðrar uppgötvanir á svæðinu benda til að svæðið hafi verið mikilvægt fyrir íbúana löngu fyrir þennan tíma.

Kristoffer Hillesland, hjá fornleifafræðideild háskólans í Stavangri, sagði í samtali við Live Science að líklega hafi svæðið verið valdamiðstöð á járnöld eða frá um 500 til 800. Hann benti einnig á að nokkrar stórar dysjar frá þessum tíma séu nærri svæðinu.

Hann sagði að markaðssvæðið hafi líklega verið byggt síðar, hugsanlega þegar eyjan var rekin sem bóndabýli fyrir Harald hárfagra sem var konungur frá 872 til 930. Síðan var munkaklaustur reist þarna á miðöldum.

Hillesland sagði að klaustrið geti verið merki um að svæðið hafi verið valdamiðstöð því kristnar stofnanir í Skandinavíu hafi oft verið reistar á þannig stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu