fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Skildi ungabarn eftir í leikgrind í 10 daga

Pressan
Fimmtudaginn 14. mars 2024 06:30

Kristel Candelario. Mynd: Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Kristel Candelario, 32 ára, sem býr í Ohio í Bandaríkjunum, fór í frí til Detroit og Púertó Ríkó í júní á síðasta ári skildi hún 16 mánaða dóttur sína eina eftir í leikgrind heima hjá sér. Dóttirin, Jailyn, var látin þegar Candelario kom heim aftur.

Sky News segir að Candelario hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana og að hafa stefnt heilsu hennar í hættu. Hún gerði samning við saksóknara um að játa þetta í stað þess að saksóknari féll frá tveimur ákæruatriðum um morð og líkamsárás.

Dómur verður kveðinn upp yfir Candelario í næsta mánuði og á hún ævilangt fangelsi yfir höfði sér.

Saksóknari segir að Candelario hafi skilið Jailyn eftir á heimili þeirra í Cleveland þegar hún fór í frí. Þegar hún kom heim tíu dögum síðar andaði Jailyn ekki og hringdi Candelario þá í neyðarnúmerið 911.

Jailyn var úrskurðuð látin eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Krufning leiddi í ljós að hún hafði dáið úr hungri og alvarlegum vökvaskorti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu