Sky News segir að Candelario hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana og að hafa stefnt heilsu hennar í hættu. Hún gerði samning við saksóknara um að játa þetta í stað þess að saksóknari féll frá tveimur ákæruatriðum um morð og líkamsárás.
Dómur verður kveðinn upp yfir Candelario í næsta mánuði og á hún ævilangt fangelsi yfir höfði sér.
Saksóknari segir að Candelario hafi skilið Jailyn eftir á heimili þeirra í Cleveland þegar hún fór í frí. Þegar hún kom heim tíu dögum síðar andaði Jailyn ekki og hringdi Candelario þá í neyðarnúmerið 911.
Jailyn var úrskurðuð látin eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Krufning leiddi í ljós að hún hafði dáið úr hungri og alvarlegum vökvaskorti