fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Vara við hugsanlegu bankahruni í Bandaríkjunum

Pressan
Miðvikudaginn 13. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við hugsanlegu bankahruni í Bandaríkjunum vegna mestu verðlækkunar á atvinnuhúsnæði í Bandaríkjunum í hálfa öld.

The Times skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem sjóðurinn segi, þá séu litlir og stórir bankar berskjaldaðir vegna mikilla útlána til kaupa á atvinnuhúsnæði á tímum efnahagslegrar óvissu og hærri vaxta og hugsanlegrar verðlækkunar á atvinnuhúsnæði.

Hærra vaxtarstig í Bandaríkjunum hefur valdið 11% lækkun á verði atvinnuhúsnæðis síðan 2022 og reiknað er með 10% lækkun til viðbótar á þessu ári.

Þetta er ógn við fjárhagslegan stöðugleika því um þriðjungur allra bandarískra banka gæti orðið fyrir tapi ef lánin verða ekki endurgreidd.

Vaxandi áhyggjur hafa verið um stöðu bandaríska bankakerfisins síðustu daga, sérstaklega í kjölfar þess að verð hlutabréfa í New York Community Bancorps lækkaði um 25% vegna taps tengdu útlánum bankans til kaupa á atvinnuhúsnæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður