fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ungur Norðmaður tók „Star-Wars“ byssu með heim – Nú nýtur hann góðs af því

Pressan
Miðvikudaginn 13. mars 2024 07:00

Harrison Ford með leiserbyssu í Star Wars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur stundum fyrir að fólk finnur eitthvað gamalt og gott þegar það tekur til heima hjá sér, til dæmis í geymslunni eða uppi á lofti. Fyrir Norðmanninn Hans-Petter Gulliksen er óhætt að segja að hann hafi fundið gull þegar hann tók til í húsi foreldra sinna eftir andlát þeirra.

Í umfjöllun VG um málið kemur fram að Hans-Petter hafi leikið í „Star Wars Episode V: The Empire Strikes Back“ árið 1980 en þá var hann 18 ára. Hann lék hermann í hinu svokallaða „Rebel Alliance“.

Þegar tökunum var lokið tók hann skammbyssu, sem hann bar í hulstri á lærinu í myndinni, með sér heim.

Eftir að heim var komið hafði hann samviskubit yfir að hafa tekið byssuna og hafði því hljótt um þetta en nú er svo langt um liðið að hann tjáði sig um málið við VG.

Byssan gufaði síðan upp á heimili foreldra hans í Drammen. Þegar Hans-Petter eignaðist sjálfur börn leituðu þau að byssunni heima hjá afa og ömmu þegar þau fóru í fjársjóðsleit en það var ekki fyrr en foreldrar hans voru látin að byssan fannst þegar verið var að tæma húsið þeirra.

„Þegar foreldrar mínir létust, hreinsuðum við út af loftinu fyrir ofan bílskúrinn. Við vorum við það að henda síðasta kassanum í ruslið þegar við sáum skammbyssuna,“ sagði hann.

Hann sagði það hafa verið spennandi upplifun að leika í myndinni og að ströng öryggisgæsla hafi verið á tökustað. Til dæmis var einn leikari rekinn því hann tók myndir á staðnum. Leitað var á öllum leikurum að tökum loknum en af einhverjum orsökum yfirsást öryggisvörðum skammbyssa Hans-Petter.

Byssan verður nú seld á uppboði þar sem fjöldi leikmuna úr „Star Wars“ myndunum verður seldur. Reiknað er með að 20.000 til 40.000 dollarar fáist fyrir byssuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu