fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Sakaður um að hafa birt upptöku af morði á Facebook – Segir að gervigreind hafi búið játningu sína til

Pressan
Miðvikudaginn 13. mars 2024 20:00

Mark Stephen Mechikoff. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Merchikoff var handtekinn í júlí á síðasta ári í San Mateo í Kaliforníu, grunaður um að haf stungið Claribel Estrella til bana og að hafa birt myndband af morðinu á Facebook. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morð en þegar hann kom fyrir dómara í ágúst neitaði hann sök.

People segir að á föstudaginn hafi Merchkoff komið fyrir dómara og sagt að meint játning hans á morðinu sé fölsuð, hafi verið búin til af gervigreind.

Í tilkynningu sem lögreglan í San Mateo sendi frá sér í júlí sagði að Merchiknoff hafi af miskunnarleysi myndað síðustu andartök Estrella í þessu lífi og birt myndbandið á Facebook áður en hann flúði af vettvangi.

Þegar hann kom fyrir dómara á föstudaginn kom hann með þessa undarlegu skýringu á játningu sinni. Ekki hefur komið fram í bandarískum fjölmiðlum hvenær eða hvar hann játaði morðið.

Lögreglunni í Nye County í Nevada var tilkynnt um morðið í júlí á síðasta ári af Facebooknotanda sem sá myndbandið á samfélagsmiðlinum. Tilkynnandinn gat látið lögreglunni símanúmer og nafn, þess sem birti myndbandið, í té. Það var Merchikoff.

Lögreglan í Nevada staðsetti hann í San Mateo og gerði lögreglunni þar viðvart og handtók hún hann.

Merchikoff og Estrella þekktust að sögn lögreglunnar sem hefur ekki skýrt nánar frá hvers kyns samband þeirra var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad