People segir að á föstudaginn hafi Merchkoff komið fyrir dómara og sagt að meint játning hans á morðinu sé fölsuð, hafi verið búin til af gervigreind.
Í tilkynningu sem lögreglan í San Mateo sendi frá sér í júlí sagði að Merchiknoff hafi af miskunnarleysi myndað síðustu andartök Estrella í þessu lífi og birt myndbandið á Facebook áður en hann flúði af vettvangi.
Þegar hann kom fyrir dómara á föstudaginn kom hann með þessa undarlegu skýringu á játningu sinni. Ekki hefur komið fram í bandarískum fjölmiðlum hvenær eða hvar hann játaði morðið.
Lögreglunni í Nye County í Nevada var tilkynnt um morðið í júlí á síðasta ári af Facebooknotanda sem sá myndbandið á samfélagsmiðlinum. Tilkynnandinn gat látið lögreglunni símanúmer og nafn, þess sem birti myndbandið, í té. Það var Merchikoff.
Lögreglan í Nevada staðsetti hann í San Mateo og gerði lögreglunni þar viðvart og handtók hún hann.
Merchikoff og Estrella þekktust að sögn lögreglunnar sem hefur ekki skýrt nánar frá hvers kyns samband þeirra var.