fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Poppstjarnan neyddist til að biðjast afsökunar á að eiga kærasta – „Færðu ekki næga ást frá aðdáendum þínum?“

Pressan
Þriðjudaginn 12. mars 2024 22:00

Yu Ji-min. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurkóreska K-poppstjarnan Karina neyddist nýlega til að biðja aðdáendur sína afsökunar eftir að skýrt var frá því að hún eigi kærasta. Telja aðdáendur hennar að hún hafi svikið þá. „Færðu ekki næga ást frá aðdáendum þínum?“ er meðal þess sem aðdáendur hennar hafa spurt.

Ástarmál Karina hafa vakið upp ramakvein víða í Asíu og ekki vegna þess hvers eðlis sambandið er, heldur vegna þess eins að hún á í ástarsambandi.

Hið rétta nafn Karina er Yu Ji-min. Hún er einn af meðlimum K-poppgrúppunnar Aespa. Nýlega var skýrt frá því að hún eigi kærasta. Hann er suðurkóreskur leikari og heitir Lee Jae-wook.

Í eyrum margra hljómar þetta eflaust eins og góð frétt af ástarmálum Karina. En í sumu hlutum Asíu, sérstaklega Suður-Kóreu og Japan, er þetta nánast glæpsamlegt að mati aðdáenda Karina.

Margir aðdáendur hennar hafa brugðist ókvæða við, er brugðið og eru öskureiðir, að sögn CNN. Nokkrir hneykslaðir aðdáendur óku vöruflutningabíl, með rafrænu auglýsingaskilti á, fyrir framan höfuðstöðvar umboðsfyrirtækis Karina. Á skiltinu stóð meðal annars: „Af hverju svíkur þú aðdáendur þína? og „Biðstu strax afsökunar, annars munu plöturnar þínar ekki seljast eins vel og það verða auð sæti á tónleikum.“

Ramakvein aðdáendanna varð til þess að Karina sendi frá sér afsökunarbeiðni í handskrifuðu bréfi sem hún birt á Instagram en þar er hún með 12,7 milljónir fylgjenda.

„Ég veit vel hversu miklum vonbrigðum aðdáendur mínir, sem hafa stutt mig, hafa orðið fyrir og hversu óhamingjusöm þið eruð við að hugsa um sameiginlegar minningar okkar. Ég vil gera líf særðra aðdáenda minna betra héðan í frá. Ég hef alltaf verið hreinskilin við ykkur og hvert og eitt ykkar skiptir mig enn mjög miklu máli,“ skrifaði hún í bréfinu sem The Times lét þýða.

En það voru ekki allir aðdáendur sem tóku afsökunarbeiðninni vel. „Ef hún elskaði aðdáendur sína, þá hefði hún ekki orðið ástfangin til að byrja með,“ skrifaði einn á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum