New York Post greinir frá því að Jaylen hafi haldið að innbrotsþjófur væri að brjótast inn klukkan 07:30 að morgni fimmtudags. Hann áttaði sig ekki á því fyrr en of seint að um var að ræða móður hans, hina 56 ára gömlu Monicu McNichols-Johnson, sem hafði komið í óvænta heimsókn.
Jaylen hringdi strax í neyðarlínuna í miklu uppnámi en Monica var úrskurðuð látin á vettvangi.
Lögmaður Jaylen, William Goldstein, segir að Jaylen hafi haft skotvopn á heimili sínu eftir að hafa orðið fyrir barðinu á þjófum áður. Búið er að ákæra hann fyrir manndráp og situr hann nú í varðhaldi vegna málsins. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður.
William segir að skjólstæðingur hans sé í miklu uppnámi vegna málsins. „Hann hefur ekki hætt að gráta,“ segir hann.