fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Milljarðamæringur drukknaði í Teslunni sinni

Pressan
Mánudaginn 11. mars 2024 06:30

Tesla er vinsæl tegund rafbíla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. febrúar síðastliðinn lést bandaríski milljarðamæringurinn Angela Chao. Nú er komið fram hvað varð henni að bana.

Wall Street Journal segir að Chao hafi verið stödd á gríðarlega stórri landareign sinni í Texas, búgarði sínum, þegar hún drukknaði í Teslunni sinni.

Chao var forstjóri Foremost Group og vel auðug.

Samkvæmt frétt Wall Street Journal þá hafði hún fagnað kínverska nýárinu saman með vinum sínum á búgarði sínum. Þegar hún ætlaði að fara frá gestahúsinu yfir í sitt eigið hús ákvað hún að aka og settist undir stýri á Teslunni sinni.

Svo virðist að fyrir mistök hafi hún sett bílinn í bakkgír og hafi bifreiðin því farið aftur á bak og út á stíflu og þaðan út í lónið.

Hún hringdi skelfingu lostin í vini sína á meðan bíllinn sökk hægt og rólega niður á botn. Búgarðsstjórinn og eiginkona komu fljótlega á vettvang og reyndu að bjarga Chao en án árangurs.

24 mínútum eftir að hringt var í neyðarnúmerið 911 komu fyrstu viðbragðsaðilar á vettvang. Þeim tókst að brjóta rúðu í bílnum og ná Chao út en það var um seinan, endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Chao lætur eftir sig son og eiginmanninn Jim Breyer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi