Wall Street Journal segir að Chao hafi verið stödd á gríðarlega stórri landareign sinni í Texas, búgarði sínum, þegar hún drukknaði í Teslunni sinni.
Chao var forstjóri Foremost Group og vel auðug.
Samkvæmt frétt Wall Street Journal þá hafði hún fagnað kínverska nýárinu saman með vinum sínum á búgarði sínum. Þegar hún ætlaði að fara frá gestahúsinu yfir í sitt eigið hús ákvað hún að aka og settist undir stýri á Teslunni sinni.
Svo virðist að fyrir mistök hafi hún sett bílinn í bakkgír og hafi bifreiðin því farið aftur á bak og út á stíflu og þaðan út í lónið.
Hún hringdi skelfingu lostin í vini sína á meðan bíllinn sökk hægt og rólega niður á botn. Búgarðsstjórinn og eiginkona komu fljótlega á vettvang og reyndu að bjarga Chao en án árangurs.
24 mínútum eftir að hringt var í neyðarnúmerið 911 komu fyrstu viðbragðsaðilar á vettvang. Þeim tókst að brjóta rúðu í bílnum og ná Chao út en það var um seinan, endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.
Chao lætur eftir sig son og eiginmanninn Jim Breyer.